Reið í Reykjavík

Ég er að lesa próförk að þýðingu á bókinni sem ber enska heitið Sex and the City. Ég veit ekki enn hvort einhver deyr og þá hver, en velti fyrir mér hvað bókin ætti að heita í rammíslensku umhverfi. Laufey er hugmyndarík og stakk upp á titlinum sem er í fyrirsögninni.

Meiningin er að bókin komi út um svipað leyti og myndin verður frumsýnd. Áhugasamir fá því fullnægjandi svar innan alltof langs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Miklu betri titillinn en Beðmál í borginni. Skildi þann titil aldrei enda nota ég orðið beðmál ekkert sérlega mikið. Hvað annars með: Kynlíf í Kjósinni?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.4.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, enski titillinn skefur ekkert sérstaklega utan af því, af hverju ættu að vera svona skrauthvörf á íslensku? Hmm ...

Berglind Steinsdóttir, 21.4.2008 kl. 08:13

3 identicon

En kemur Reykjavík eða Kjósin eitthvað málinu við? Hvert er sögusvið borgarinnar í bókinni - NY eða hvað ???

Bólfarir í borginni

Í bólið í borginin

Rekkjað í Reykjavík væri í lagi ef sögusviðið er Reykjavík.

 Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband