Er húmor óæðri?

Þeir sem vinna við að skemmta fólki hafa oft látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að litið sé niður á húmor, t.d. í leiklist. Það er hins vegar mikil kúnst að skemmta fólki. Og ég held að fyrirlestur Eddu Björgvinsdóttur í hádeginu á morgun geti verið forvitnilegur. Hún hefur einmitt oft kitlað hláturtaugarnar.

Ég sá Bjarna Hauk Þórsson í Mannamálum í gær. Hann var ekki laus við að vera fyndinn og spontant. Mér dettur samt ekki í hug að fara á nýja einleikinn hans, þennan um vandræðagang fjármálaspekúlantanna. Og ég gengst fullkomlega við fordómum mínum. Ég held að hann sé með aulahúmor oftast og í besta falli almenn sannindi. Byggi það á því litla sem ég sá til hans þegar hann kynnti Hellisbúann á sínum tíma, öllu því gáfulega sem Habbý sagði mér eftir ferð sína á umrætt leikstykki og núna dómi Maríu Kristjáns í einhverju blaði um helgina.

Sum sé, mér finnst gaman að hlæja og læt oft eftir mér að hlæja þegar aðrir sjá ekkert fyndið. Og stundum reyni ég að vera fyndin. Í leiðsögn reyni ég t.d. að vera vitsmunalega fyndin. Ég útskýri t.d. gjarnan nafnið mitt með því að tengja það við komu flugkappans Charles Lindberghs 1927, segi að ófrísk kona hafi orðið svo hugfangin af þessum glæsta manni og ákveðið að skíra son sinn í höfuðið á honum. Hún hafi hins vegar fætt dóttur og því orðið að snúa nafnhlutunum við. Og svo tek ég fram að ég sé ekki sú tiltekna dóttir - frá 1927. Ég fæ alltaf hlátur og bæti stundum við að að vísu hafi ég yngst mikið við að fara í Bláa lónið, en samt ...

Árangurinn? Farþegar mínir læra nafnið mitt. Og svo fæ ég iðulega skemmtilegar og forvitnilegar spurningar um allt mögulegt. Búin að brjóta ís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér fannst Hellisbúinn alveg ofboðslega skemmtilegur - ég grenjaði af hlátri!

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Manstu einhverja brandarana?

Berglind Steinsdóttir, 22.4.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég man aldrei neitt svo það er ekkert að marka. Gæti eflaust rifjað eitthvað upp samt ef ég reyni. Jú... ég man nú sitt af hverju þegar ég pæli í þessu, vissulega.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband