Alcoa ætlar að FJÖLGA fólki

AlcoaÉg get ekki að því gert, alltaf þegar ég sé þessar auglýsingar um að Alcoa ætli að fjölga fólki vorkenni ég fólkinu á myndunum. Gæti Alcoa ekki látið duga að bæta við fólki?

Ég vona a.m.k. að fólkið fjölgi sér ekki á staðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe!

Þetta er svona eins og þegar einhver LÆTUR annað gera eitthvað. Þá birta blöðin einhverja svona fyrirsögn (eins og í gær):
Látnir tína plastpoka

Þetta var á Selfossi ... Kannski er Selfoss orðinn draugabær.

Ásgerður (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Tryggvi Gunnarsson sem grafinn er í Alþingisgarðinum er einmitt frá Selfossi líka. Styður kenninguna um draugabæinn, hmm. Gengur hann ekki annars aftur?

Berglind Steinsdóttir, 22.4.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband