Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Hvernig er þvagfæraleggur á ensku? En þýsku? Og norsku?
Beinþynning, blóðmeinafræði, örvera? Ég kann ekki einu sinni að nefna þetta á íslensku þannig að mér eru strax allar bjargir bannaðar. En ef erlendir sérfræðingar eiga að taka upp hnífinn og geislann á LSH hrýs mér pínulítið hugur við. Menn mega bretta greiðlega upp á ermarnar til að þjálfa sérfræðingana í lágmarkstungumálanotkun.
Er það ekki annars?
Og eru þeir komnir til að vera, framtíðarlausn?
Kannski eru sérfræðingarnir okkar bara svona latir, og þessir sem enn hafa ekki verið ráðnir verða bara himinsælir með kjörin sem standa til boða. Sannast sagna hefur umræðunni að mestu tekist að sniðganga kjarnann því að ég veit mest lítið um hvað deilan stendur annað en vinnutíma og meint öryggi.
Nýi forstjórinn reyndi í Kastljósinu áðan að varpa ljósi á málið. Hún virtist þeirrar trúar að einstaklingssamtölin skiluðu því að menn hættu við að hætta. Hún hefur átta daga til að sannfæra fólk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.