Sunnudagur, 27. apríl 2008
Vinnutímatilskipanir og hvíldartímar
Ég hef miklar og háværar skoðanir á vörubílstjórauppreisninni en læt mér nægja að varpa fram spurningunum:
Er ekki ástæða til að endurskoða vinnutíma lækna og hjúkrunarfræðinga? Er það ekki enn svo að læknar (eða aðstoðarlæknar) standa stundum eins og hálfs sólarhrings vaktir? Hvaða skynsemi er í því? Er það fólk ekki hættulegt umhverfi sínu, sjúklingum og öðrum nærstöddum?
Ég hitti jeppabílstjóra í gær sem minntu mig á þessa hugsun.
Athugasemdir
Rétt athugað. Ég hef aldrei skilið hvaða tilgangi það þjónar að hafa unglækna á vöktum sólarhringum saman. Ég trúi því ekki að þeir séu færir um að sinna nokkrum manni eftir 48 tíma vökur.
Steingerður Steinarsdóttir, 27.4.2008 kl. 19:29
Ég er sammál þér Berglind. Mér var hugsað um þetta þegar ég var sjálfur að keyra og þurfti að fara eftir þessum reglum mátti keyra 8 tíma á dag þrisvar í vikur 10 tíma og bara 6 daga í röð. Árið 2004 veiktist ég og fór með sjúkrabíl á sjúkrahús þar fór ég í rannsókn, ég var svo sendur heim og læknirinn sem skoðaði mig sagði við mig þegar hann útskrifaði mig. Ef verkirnir halda áfram næstu daga hafðu þá samband ég er á vakt annan hvern sólahring. Þessir læknir vann 24 tíma og frí í 24 tíma. Ætli hann sé ekki orðinn þreyttur þegar hann er búinn að vera á langri vakt eftir 24 tíma. Hvernig ætli hans sjúkdómsgreining sé þegar líða fer á vikuna.
Þórður Ingi Bjarnason, 27.4.2008 kl. 19:50
Það er góður punktur hjá Þórði. Hvað myndu læknar segja ef reglur yrðu settar til að sekta þá um tugi þúsunda króna ef þeir væru staðnir að því að hvíla sig ekki? Það er veruleiki bílstjóranna.
Sigurjón Þórðarson, 27.4.2008 kl. 20:49
Áhugavert og sýnir að vörubílstjórar eru beittir órétti. Vissulega vil ég ekki mæta vörubíl með bílstjóra eftir 24 tíma akstur en ég vil heldur ekki mæta lækni eftir 24 tíma vakt, hvort sem hann er akandi eða læknandi.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.4.2008 kl. 10:04
Af hverju í veröldinni eru vaktir læknanna svona? Og þetta er ekki bara hér.
Berglind Steinsdóttir, 28.4.2008 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.