Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Óvænt útspil
Ég er a.m.k. pínulítið hissa á staðfestu hjúkrunarfræðinganna. Að vísu finnst mér eðlilegt að þegar fólk segir starfi sínu lausu hugi það að öðru starfi samhliða, sé búið að ráða sig eða sé með eitthvað í sigtinu. Kannski eru hjúkrunarfræðingarnir á leið í aðra vinnu á föstudaginn, hérlendis eða erlendis.
Þó að eftirspurn sé eftir kröftum hjúkrunarfræðinga víða um lönd er ekki sjálfgefið að rúmlega 100 slíkum henti að pakka öllu sínu saman þannig að ég hefði kannski haldið að sumum kæmi vel að þurfa ekki að slíta sig frá öllu sem jarðbindur þá.
Ég tek ofan fyrir þeim. Þetta hlýtur að þýða ógnarsannfæringu, ekki satt?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.