Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Hafnarfjarðarbær að verða 100 ára
Undanfarið hef ég verið að lesa próförk að stiklum um sögu Hafnarfjarðar. Það hefur verið stórskemmtileg lesning. Eins og með öll skrif litast þau af þeim sem þau skrifa, það er ekkert sem heitir rétt sjónarhorn. Og það sama á við um fréttaskrif auðvitað en það er önnur saga.
Fyrir utan að fá staðfestingu á því að Hafnarfjörður er ógurlegur íþróttabær og vinur vinabæja sinna (og í eilífu kappi við Vestmannaeyjar) sá ég athyglisverða skýringu á tilurð hringtorganna, að lögreglan þakkaði þeim fækkun umferðarslysa og gott ef ekki fækkun afbrota. Hugsanlega er þetta lítils háttar hártog ...
Bókin verður í öllu falli glæsileg með myndum þá og nú. Og mér verður ábyggilega boðið í útgáfupartíið einhvers staðar í kringum 1. júní sem er sjálfur afmælisdagurinn. Tilhlökkunarefni.
Athugasemdir
Það er allt gott í Hafnarfirði.
Þórður Ingi Bjarnason, 1.5.2008 kl. 11:20
Enda íhugaði ég einu sinni að flytja til Hafnarfjarðar. Mér finnst þó að maður þurfi þá að hafa vinnu þar.
Berglind Steinsdóttir, 1.5.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.