Diskóið er ekki dautt

Ég man Hollywood (í iðnaðarhúsnæði í Ármúlanum), ég man legghlífar, glansgalla, hliðartagl og grifflur. Ég hélt að þetta væri hluti af gengnum tíma, en í kvöld sá ég í Þjóðleikhúsinu að Hallgrímur Helgason er hvorki á því að láta diskóið né pönkið verða fortíðinni að bráð.

Hann hefur samið söngleik þar sem þessum tveimur heimum er teflt saman. Sannast sagna er ég ekki alveg viss um hvað mér fannst. Ég hló og klappaði, dillaði mér og stappaði - en ég held að stemningin í salnum hafi að hluta til hrifið mig. En þetta er flott fagfólk og þótt ég sé ekki sérlega ginnkeypt fyrir söng og þaðan af síður söngleikjum hríslaðist stundum um mig í söngvunum. Pönkið kom sterkt inn.

Sagan fannst mér ekki sérlega sterk, en sum tilsvörin voru æði. Kvöldinu vel varið, ekki síst við að læra nöfnin á Þóri Sæmundssyni og Söru Marti Guðmundsdóttur. Ég ætla að fylgjast með þeim næstu misserin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þórir og Sara Marti voru líka FRÁBÆR í Norway today svo ég var ekki hissa á frammistöðu þeirra í þessu verki. Þórir og Vigdís Hrefna náðu líka alveg að sannfæra mig um að þau væru ógisslega skotin hvort í öðru, þau náðu að túlka spennuna á milli þeirra mjög vel. Frábær söngkona, Vigdís Hrefna.

Það var mjög gaman að rifja upp þennan tíma ... þótt kjánahrollurinn hafi stundum verið rosalegur þegar horft var á diskó-gallana og greiðslurnar.

Ásgerður (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband