Sunnudagur, 4. maí 2008
Í Fréttablaðinu er vegið að leiðsögumönnum
Ég er ekki sérlega hörundsár og veit að oft eru menn bara ónákvæmir. Engu að síður finnst mér ekki í lagi að kalla starfsmenn ferðaskrifstofu sem keyra um drukknir á hálendinu leiðsögumenn. Ölvunarakstur er alltaf vítaverður, en drukkinn leiðsögumaður undir stýri væri skuggi á stéttinni. Ég frábið mér hann.
Athugasemdir
Ég sá fyrirsögnina og mér brá mjög. Las svo og sá eins og þú að þetta voru engir leiðsögumenn. Fréttablaðið verður að leiðrétta þetta!
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.5.2008 kl. 11:29
Já, eiginlega verðum við að gera kröfu um leiðréttingu.
Berglind Steinsdóttir, 4.5.2008 kl. 11:46
Nei, auðvitað var þetta ekki faglærður leiðsögumaður, ég geri meiri kröfur til þeirra en þetta!
En auðvitað er svona fyrirsögn slæm fyrir okkur "jeppaleiðsögumenn", og ekki alveg sannleikanum samkvæm, þó deila megi um réttmæti hennar.
Aðalatriðið er, að vonandi lærðu þau hjá IT lexíu, og vanda til vals á samstarfsfólki í framtíðinni. Ég fullyrði að faglærðir leiðsögumenn hafi upp til hópa metnað fyrir sínu starfi, og inni það af hendi á eins ábyrgðarfullan hátt og hægt er.
Auðvitað á ökumaðurinn að skammast sín, og tilkynna þetta til réttra aðila, og reyna að læra og vera edrú næst. Við þurfum ekki svona "Highlanders" í ferðaþjónustuna.
B-)
Börkur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 11:52
Ef það er eitthvað að marka fréttina hefur ölvunarakstur samt verið vandamál á hálendinu, þá meðal jeppabílstjóra. Það er ekki víst að það dugi að ein ferðaskrifstofa skammist sín, menn þurfa að skilja að ölvunarakstur er dauðans alvara, punktur.
Berglind Steinsdóttir, 4.5.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.