Stemning fyrir verkfalli?

Samningar við leiðsögumenn runnu út fyrir rúmum fjórum mánuðum. Þegar á endanum verður samið er það eitt af samningsatriðunum hvort samningurinn verður afturvirkur. Ef hann verður ekki afturvirkur þarf ekki að gera upp launin aftur í tímann. Viðsemjendur leiðsögumanna græða því á að samningar dragist ... og dragist og dragist og dragist.

Og nú er ég farin að halda að SAF og SA sé orðin rammasta alvara með að fæla burtu áhugasama leiðsögumenn.

Kannski liggur vandinn hjá okkur sjálfum. Meðan hobbíleiðsögumenn tala virkilega um að það sé fínt að fá aur og fjölskylduskammt af köku í Eden fyrir dagsferð verður engin virðing borin fyrir starfinu sem starfi vinnandi manna.

En getur ferðaþjónustan haldið sér úti á hobbíinu til lengdar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann Bjarnason

Maður verður allavega var við ákveðna hörku í samfélaginu. Í ferðaþjónustunni ætti ekki að kveða við krepputón. Núna ef einhverntíma ætti að vera svigrúm til umtalsverðra launahækkana og tími til kominn að leiðsögumenn fari sjálfir að skynja sig sem sérhæft starfsfólk, og fái hlut sem svarar til þess. Gott innlegg hjá þér, en hvernig gerir maður verkfall í svona bransja.

Hermann Bjarnason, 7.5.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Maður heyrir samt skæl úr ferðaþjónustunni út af hækkun eldsneytisverðs. Og Herbie minn, þú ferð ekki prívat í verkfall. Börkur vinur okkar var með hugmyndir um skyndiverkfall áður en aðaltímabilið byrjar, áður en allir skyndileiðsögumennirnir (þeir sem ekki vinna við þetta allt árið) hellast út á markaðinn. Annars er næstum alltaf erfitt að manna júlímánuð, ekki satt?

Eða hvaða hugmyndir ert þú með, kæri leiðsögumaður?

Berglind Steinsdóttir, 7.5.2008 kl. 22:34

3 identicon

Sælinú,

mér heyrist þú vera að deila á eitthvað sem ég hef sagt, en ég veit ekki alveg hvað það ætti að vera. Harka í samfélaginu - skæl í ferðaþjónstunni, segir þú. Rétt er það. Ég tel mig hafa verið rekinn (hvernig sem það er hægt af því að ég hef nú eiginlega ekki verið þar í vinnu) frá Snælandi í gær, af því að ég impraði á að launin ættu að hækka. Þannig hef ég orðið var við aukna hörku m.a. Þannig hef ég farið frá því að hafa fullbókað sumar til ekki neitt. Þannig er það þegar maður leggur lífsafkomu sína í hendur f..., vina mín. Ekki gerir þú það. Verkfall? Stoppa rúturnar við Rauðavatn...

Hermann (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nú, ég heyri að þú munir þá vera laus í júróvisjónpartí ... ef Snæland er búinn að sleppa af þér hendinni. Ég meinti að skælið væri hjá ferðarekendum. Við ræðum þetta betur yfir pepsíbolla 24. maí, er það ekki? Þá geturðu t.d. útskýrt f... betur fyrir mér, góði besti. Og ég hef alltaf verið meðvituð um bómullina sem lífið hefur hnýtt um mig alla ... að þurfa ekki að treysta á SNÆLAND. Ferðaskrifstofan sem ég vinn eingöngu fyrir hækkaði launin mín um áramót um tæp 5% - óbeðin. Hættu bara að prata svona mikla svensku og snúðu þér að enskunni.

Framhald 24. maí, hmm.

Berglind Steinsdóttir, 8.5.2008 kl. 00:12

5 identicon

Kæri leiðsögumaður.

Svona rétt eins og þú eltist við ódýrustu símafyrirtækin, þá eltast ferðaþjóustufyrirtækin við ódýrasta leiðsögufólkið, gæði skipta ekki orðið neinu máli í nútímasamfélagi, það sem skiptir máli er að GRÆÐA.... !

Erlendur (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og hvaða símafyrirtæki er ódýrast - og þá lélegast? Eða ertu ekki að segja það, Erlendur? Og um leið að við sem sættum okkur við lélega kaupið stöndum okkur illa?

Berglind Steinsdóttir, 13.5.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband