Nú þykja mér nautin rekin (á Viðskiptablaðinu)

Ég hef verið nokkuð dyggur lesandi Viðskiptablaðsins, einkum á föstudögum, og talsverður aðdáandi fjölmiðlapistlanna og ýmissa pólitískra skrifa sem ég er stundum sammála og stundum ósammála.

Á föstudaginn var barst blaðið inn um lúguna hjá mér til kynningar. Greinilega eru blaðshaldarar á höttunum eftir fleiri lesendum, þannig fleiri áskrifendum geri ég ráð fyrir og auknum aurum í kassann. Og þá bregður svo við að blaðið er illa yfirlesið.

Þrjú dæmi:

Hitt er svo annað mál að það er ávallt afnaumkunarvert þegar stjórnmálamenn barma sér undan fjölmiðlum ...

 

Rétt fyrir aldamót tók Boris við ritstjórn hins fornfræga tímarits The Spectator - eitt helsta málgagn hægri manna á Bretlandi.

 

... hefur Boris vaxið ásmegin sem einn helsti andskoti þeirrar leiðinlegu tilhneigingu ...

Eins og þetta er gott blað. Kannski ætti ég að gleðjast yfir að sjá að prófarkalestur skiptir greinilega máli, hann hlýtur að hafa farið forgörðum þarna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband