Miðvikudagur, 14. maí 2008
Valdarán?
Tilfinning mín er að það hafi aukist verulega að undanförnu að menn skipti um flokk á miðju kjörtímabili. Ég held líka að oft hrópi einhverjir valdarán, svik við kjósendur og/eða lýðræðishalli og skíti stórkarlalega út viðtökuflokkinn.
Ég man að Kjartan sagði æstur um árið að menn skiptu ekki einu sinni um fótboltalið á miðju tímabili.
Fólki blöskar hvernig atkvæðin þess taka til fótanna.
Ég held að það vanti einhverjar reglur um þetta. Má fólk eða má það ekki skipta um flokk og flytja atkvæði kjósenda sinna til jafnvel höfuðandstæðingsins? Ef það má getur fólk hætt að hafa hátt um óréttlætið sem er þá ekkert. Ef það má ekki en er ekki bannað í reglum er ástæða til að setja reglu um það. Ef menn eru þá sammála um að það sé málið.
Ég er hlynnt því að fólk tali um hlutina. Mér finnst orðið tímabært að fólk tali æsingalaust um þetta og finni lausn.
-Að auki hef ég mikla skoðun á Akranesmálinu en ætla að hafa hana fyrir mig, m.a. vegna þess að þrátt fyrir mikil skrif eru þau fyrst og fremst skoðanir fólks, ekki staðreyndir.
Athugasemdir
Mér hefur alltaf þótt það meira en lítið skrýtið (svo ekki sé meira sagt) þegar fólk getur skipt um flokk á miðju kjörtímabili. Furðulegt að fólk geti fært atkvæði kjósenda frá einum flokk yfir á annan - jafnvel flokk sem kjósendur vildu alls ekki sjá að fengju atkvæðið. Ég kýs t.d. flokk og stefnuna sem hann stendur fyrir en ekki fólkið, þó vissulega líki mér við fólkið í flokknum.
Ef fólk hleypur undir sæng hjá öðrum flokki á miðju kjörtímabili á það að skilja sængina sína eftir hjá hinum ... næsti maður á lista ætti að taka við en atkvæðið ætti ekki að færast með manninum yfir í annan flokk. Ég veit að margir eru mér sammála og síðast í gær lenti ég á kjaftatörn við kaupmanninn minn á horninu sem taldi það furðulegt að farið væri með atkvæði kjósenda á þennan hátt.
Ásgerður (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 08:30
Nú bregður svo við að ég er ósammála.
hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 10:05
Ósammála mér? Varla, þá bæri nú nýrra við ...
Berglind Steinsdóttir, 15.5.2008 kl. 16:49
Sko.
Það má skipta um skoðun, líka ef maður er kjörinn fulltrúi. Það er hluti af lýðræðinu. Ég kýs flokk og stefnu og fólk og það fólk sem ég kaus skal ekki láta sér detta í hug að segja af sér sínu starfi af þeirri ástæðu einni að það skipti um skoðun.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.