Fimmtudagur, 15. maí 2008
Greiðvikni yljar
Ég átt leið milli borgarhluta á hjóli í dag (Ísland á iði, allir í hjólaátaki), sá að ég þurfti að pumpa í dekkin og renndi upp að pumpu á bensínstöð. Þar var bíll fyrir og bílstjóri. Ég hélt að hann væri að klára en þvert á móti var verkið óhafið þannig að hann gerði sér lítið fyrir og pumpaði í dekkin hjá mér meðan ég virti bara fyrir mér útsýnið.
Það fannst mér krúttlegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.