Matreiðsluþættir í sjónvarpinu

Alveg er það magnað hvað margir matreiðsluþættir, og rómaðir þess vegna eins og þættir Nigellu og Jamies, byggja mikið á alls konar óhollustu. Ég man enn gjörla þegar ég sá í fyrsta skipti Nigellu-þátt; hún smurði hvítt brauð með einhverju feitu og djúpsteikti meðan hún talaði um hvað það væri gott að gera eitthvað svona fljótlegt handa börnunum þegar þau kæmu heim úr skólanum. Og upp rifjast brauðið sem mamma smurði með tómatsósu og osti og setti í ofninn, skömminni skárra en það sem Nigella gerði þarna í snatri.

Mér finnst að í þessum þáttum ætti að kynna fyrir okkur fljótlegar, hollar og hagkvæmar lausnir. Það er kannski vegna þess að þættirnir eru ekki svoleiðis sem ég nenni hvorki mikið að horfa né elda.

Að auki er maturinn oft ekki einu sinni girnilegur að sjá.

Picture of Chicken Pieces - Chinese Food - Free Pictures - FreeFoto.com

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég horfi nú aðallega á þáttinn hennar Nigellu til að horfa á hana ... hún er svo dásamlega þrýstin! Almennilega kona.

Ásgerður (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mér hefur líka fundist ágætlega gaman að horfa á Nigellu stundum, aðallega til að skoða hvernig hún er þýdd reyndar (það er ýmislegt í réttunum sem ég kannast ekki við) en þegar ég hef horft (eða meira hlustað) á nokkra aðra matgæðinga er ég orðin hrikalega leið á taltóninum sem mér finnst svo keimlíkur. Það er eins og fólk komi sér upp einhverri sjónvarpskokksröddu. Tek fram að ég hef aldrei séð Jóa Fel.

Berglind Steinsdóttir, 19.5.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband