Mánudagur, 19. maí 2008
Skemmtiferðaskipin taka á rás
Ég fæ nettan fiðring þegar ég sé að skemmtiferðaskipastraumurinn er að hefjast. Við leiðsögumenn erum nefnilega svo misjöfn og ég hafði gaman af dagsferðunum. Það var bara svo lýjandi að mæta einn daginn á Skarfabakka kl. 6, annan á Miðbakka kl. 7, þann þriðja á Miðbakka kl. 6:30 o.s.frv. Heilt sumar hrökk ég upp morgun eftir morgun og þurfti að rifja upp hvort ég ætti að mæta, hvar þá og hvenær.

Allt hefur sinn tíma.
Sumir leiðsögumenn vilja ekkert nema hringferðir, eru hrifnir af svona langtímakynnum ...
Athugasemdir
Ég fór í margar svona dagsferðir fyrsta sumarið mitt sem leiðsögumaður og fannst það frábærlega gaman.
Steingerður Steinarsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:53
Ég þekki þá tilfinningu svoooooo vel.
Berglind Steinsdóttir, 19.5.2008 kl. 17:27
Ég fór margar svona ferðir úr skipum en mér fannst alltaf hringferðir skemmtilegri og síðustu árinn sem ég keyrði vildi ég helst ekkert annað en hringferðir.
Þórður Ingi Bjarnason, 20.5.2008 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.