Kjötvísitala Andra Snæs

Fyrir rúmum fjórum árum lagði Andri Snær Magnason fram tillögu um að gera miðbæ Reykjavíkur  mannvinsamlegri. Góður rómur var gerður að henni, hún fékk verðlaun - og síðan hefur ekkert gerst í hans ágætu tillögum.

Ekki er ég skipulagsfræðingur eða arkitekt frekar en Andri, en bæði virðumst við gera okkur grein fyrir að mannlíf gæðir miðborg lífi. Mannskapur fylgir mannfrekri starfsemi eins og verslun, banka og skóla. Kjötvísitalan hækkar. Sólin kemur að sunnan og þess vegna þarf að hafa lægri byggð til suðurs en hærri byggð má verða norðan megin.

Ég vil halda Hallargarðinum lítt breyttum, en ég sé varla nokkurn tímann kjaft í Hljómskálagarðinum. Þar vantar skjól og þess vegna vantar þar meira líf, m.a.s. á góðviðrisdögum.

Auðvitað er gamli fámenni tíminn horfinn inn í fortíðina og við endurheimtum ekki heimavinnandi foreldra sem sjóða ýsu í öllum hádegjum og lygna augunum meðan þau hlusta á hádegisfréttir. Krakkar hlaupa ekki um á bryggjunni og reyna að öngla til sín marhnút. En það er hægt að tengja hverfin betur (helv. Hringbrautarskrímslið) og það er hægt að hlúa að líflegri starfsemi.

Það sem ég hlakka til þegar a.m.k. stoppistöðin fer. Er það ekki Landsbankanum að þakka? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... á ég nokkuð að svara þessari síðustu spurningu?

 Ég er reyndar ein af þeim (fáu) sem nota Hljómskálagarðinn en ég er svo hjartanlega sammála; þar þarf fleiri tré og runna, bæði til að mynda skjól og minnka aðeins hávaðann af bílunum á Hringbrautinni. Ég held samt margir hafi ekki enn uppgötvað hvað Hljómskálagarðurinn hefur upp á að bjóða. Á mörgum stöðum er ágætt skjól og fínt að leika sér.

Á (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 08:36

2 identicon

Dáhásamlegur þáttur um skipulagsmál á Rás 1 milli 11:15-12 (á miðnætti í gær) - líklega endurfluttur: Krossgötur Hjálmars Sveinssonar

Á - aftur (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband