Sunnudagur, 25. maí 2008
Við unnum þó Svía!
Sextánda sætið tapaðist til Spánar sem voru viss vonbrigði en þegar leið á stigagjöfina þótti mínu partíi brýnast að hafa sigur á hinni sænsku Carolu.
Ásgerður fagnaði óskaplega:
Og Ármann rifjaði upp gömlu og góðu taktana:
Ásgerður settist stundum:
En það stóð ekki lengi:
Snorri hélt sig til hlés:
En það var ekki í kot vísað hjá Laufeyju:
Og við fengum kvartett:
Sólveig mundar loftgítarinn:
Myndasafnið er ekki tæmt. Það er hins vegar innsetningarúthald mitt, enda ætla ég ekki að missa af lokaþætti Silfursins.
Athugasemdir
Já, skemmtilegt! En sigurinn yfir Carolu reyndist léttur, enda keppti hún ekki þetta árið heldur önnur sænsk kynjavera, Charlotte Perelli. Hún varð að játa sig sigraða (játa sig graða?) þegar hún spurði að leikslokum.
Laufið (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 08:36
Já, heitir Carola Charlotte?
Berglind Steinsdóttir, 26.5.2008 kl. 08:42
Já, júróvisjón grípur marga heljartökum.
Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 10:28
Já, það var dásamlega gaman að dansa og syngja á laugardaginn ... svo gaman að Laufey komst aldrei að til að ljuka við upplestur á athugasemdum sem skráðar voru um lög keppninnar! Þær athugasemdir eru vonandi geymdar á góðum stað og verða lesnar í næsta partýi... ef við nennum.
Ég man allt sem ég sagði og sumt sem aðrir sögðu ... t.d. man ég eftir athugasemdinni: Ósammála ÁJ
Ásgerður (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:03
Ég hef metnaðarfullan tónlistarsmekk ... og geri mér far um að vera ósammála ÁJ. Ertu ekki annars að vísa í mig og mín fleygu orð?
Berglind Steinsdóttir, 27.5.2008 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.