Eldsneytisgjald ferðaskrifstofunnar

Ég er að fara í stórum hópi til Krakár í haust, eftir slétta fimm mánuði. Þegar er búið að rukka staðfestingargjald, kr. 10.000 á mann. Í dag barst þessi póstur: 

 

Kæri hópstjóri

 

Mér voru að berast þær upplýsingar að vegna mikillar hækkunar á verði eldsneytis á undanförnum mánuðum þá mun leggjast til eldsneytisgjald á allar brottfarir sumarsins og haustsins á allar bókanir [XXX]. Þetta er óhjákvæmilegt þar sem fyrir liggur að eldsneytiskostnaður hefur hækkað um 60% frá áramótum. Mun því leggjast til aukagjald á hvern farþega að upphæð 1.200 kr. hvora leið í flugi.

 

Vil ég biðja þig að koma þeim upplýsingum áleiðis til réttra aðila.

 

Með kærri þökk

 

Og hvað gerum vér eymingjarnir? Örgum á blogginu og borgum kr. 2.400 á mann til viðbótar. Bíðum svo spennt eftir að vita hvað gerist þegar eldsneytið lækkar á næstu fimm mánuðunum, ekki satt?

 

Og að hækkunin skuli „leggjast til“ jaðrar við að vera svartur húmor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hafðu engar áhyggjur. Eldsneytisverð mun ekki lækka áður en þú ferð út. Um daginn las ég að lítraverð í Kanada sem nú er um 1.25 (var í kringum 0.50 þegar ég flutti út) muni fara upp í tvo dollara á innan við tveim árum. Þetta er enn töluvert lægra en verðið er á Íslandi en mun haldast áfram í hendur.

Annars geri ég mér grein fyrir því að það var ekki aðalpunkturinn hjá þér. Þú ert að sjálfsögðu að velta því fyrir hvort þeir MYNDU lækka verðið aftur ef eldsneytisverð lækkaði. Auðvitað er svarið við því: NEI.

Mamma hefur oft bent á að þegar bensínverð hækkar á heimsmarkaði þá hækkar það alltaf umsvifalaust á Íslandi. En þegar verð lækkar á heimsmarkaði þá eiga bensínstöðvarnar alltaf svo miklar byrgðir að það líður langur tími áður en verð lækkar á Íslandi. Nokkuð til í þessu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.5.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jamm, undarlegt að eldsneytisjöfrarnir skuli aldrei frétta af því hvernig fólk hvíslar hástöfum. Þegar verð hækkar á heimsvísu er um að ræða skonnortu hér sem snýst eins og skopparakringla í minnsta vindi, þegar það lækkar er hér allt fullt af níðþungum olíuflutningaskipum sem tekur heilt ár að snúa. Og það var ekki ég sem fann þennan samanburð.

Berglind Steinsdóttir, 28.5.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Ólafur fannberg

er það ekki þannig að ef búið er að greiða ferð þá er það bundið og á ekki að hækka þó svo einhverjar hækkanir koma eftirá ??

Ólafur fannberg, 28.5.2008 kl. 18:28

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Einmitt, eða hvað þýðir annars staðfestingargjald?

Berglind Steinsdóttir, 28.5.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ef aðeins staðfestingargjald hefur verið greitt þá hefur ferðaskrifstofa heimild til að hækka verð.  Til að sleppa við hækkun þarf að vera búið að borga alla ferðina. 

Þórður Ingi Bjarnason, 28.5.2008 kl. 20:48

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þórður, segirðu þetta sem ferðamálafræðingurinn ...? Væntanlega getur kaupandi við svona tækifæri hætt við ferðina og fengið staðfestingargjaldið endurgreitt. Það er bara ekki spennandi kostur.

Berglind Steinsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband