Keyrða kynslóðin = krakkarnir með bílafæturna

Fyrra hugtakið flaug fyrir á Bylgjunni í morgun, hið seinna hef ég heyrt annars staðar. Dapurlegt að stórir hópar fólks komist ekki gangandi lengra en út í bíl.

Þessir láta þó lóðsa sig um á allt annan hátt:

Ungarnir lögðu á flótta - undan myndavélinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komist ekki ???? Hvað er meint með því. Eru verðir fyrir utan húsin sem meina fólki að ganga eða hvað er þarna í gangi?

Við erum ekki bara fórnarlömb aðstæðna sem þvinga okkur til að keyra. Hvernig væri til dæmis að fólk myndi setja það sem skilyrði í atvinnuleit að vinnan væri í göngu/hjólafjarlægð frá heimilinu, sama ætti að gilda um skóla, leikskóla, dagmömmur og alla helst tómstundaiðju.

Það til dæmis ekki góð hugmynd að flytja austur fyrir fjall eða til Kebbló til að geta búið í stærra/ódýrara húsnæði ef meiningin er einnig að vera með tvo bíla í akstri til Reykjavíkur á hverjum virkum degi.

 Og hjólað í vinnuna dæmið - auðvitað á ekki að verðlauna þá sem hjóla lengst í vinnuna. Það á ekki að vera "gott" að búa langt frá vinnustað.

 Atjú.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:10

2 identicon

Vá! hvað ég er sammála Hrafnhildi! Þetta er val. Alveg eins og fólk, sem býr í sömu götu og ég, VALDI (velur) að aka börnunum sínum í skólann sem er í rétt rúmlega 400 m fjarlægð frá heimilum þeirra. Það var líka VAL hjá samstarfskonu minni og manni hennar að kaupa tvo bíla í stað þess að annað þeirra taki strætó - þótt það sé möguleiki. Maðurinn minn valdi það líka að sleppa því að taka atvinnutilboði vegna þess að vinnustaðurinn var í Hafnarfirði en við í 101 (eitt af meginatriðunum í ákvarðanatökunni). Ég skil vel að fólk flytji til að vera nálægt vinnustaðnum en á erfiðara með að skilja fólk sem flytur eingöngu til að vera í stærra húsi en flytur um leið langt frá vinnustað.

... en það er ekki að marka mig (eins og vinnufélagar mínir segja) sem bý í tæpum 70 fermetrum með tvö börn og mann - og býð gesti alltaf velkomna!

En svo verð ég líka að segja að kannski hafa ekki allir þetta val. Dæmi: Einstætt foreldri (sérstaklega ekki einstæð móðir - vegna launamunar kynjanna) á erfiðara með að kaupa húsnæði í Vesturbænum þótt hún vinni í miðbænum. Þar er íbúðarverð hærra en t.d. í Breiðholti. Manneskjan getur heldur ekki sagt vinnunni upp og reynt að fá vinnu nálægt úthverfinu sínu svo hún geti gengið. Hún getur hins vegar látið börnin vera í skóla og leikskóla nálægt heimilinu, látið þau ganga (ef þess er kostur) og tekið strætó sjálf en það verður að segjast að strætó hentar alls ekki alltaf þegar á að ná í börn á leikskóla eða frístundaheimili á ákveðnum tíma. Strætókerfið er svo annar kapítuli út af fyrir sig - hægt að skrifa langa pistla um það.

Ásgerður (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:52

3 identicon

En vegna myndarinnar með andamömmu og ungunum verð ég að skrá hér sögu af syni mínum (3 ára): Við sáum andamömmu með 10 unga um daginn en svo týndi einn unginn mömmunni. Við sáum bæði ungan og mömmuna en ekki gekk að koma þeim saman og það síðasta sem við sáum af týnda unganum var að hann synti í þveröfuga átt við móðurina. Við skömmuðumst svolítið í mömmunni fyrir að týna unganum sínum og hugsa ekkert út í það. Þá heyrðist í þeim stutta (með nokkurri reiði í röddinni): Hvar eiginlega pabbinn?!

Strákurinn er greinilega búinn að átta sig á sameiginlegri ábyrgð foreldranna.

Ásgerður (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hahha, já, hvar var pabbinn? Þessi saga minnir mig aftur á kindurnar með lömbin. Þið hafið áreiðanlega tekið eftir stakri kind og tveimur lömbum meðfram þjóðveginum. Einhvern tímann spurði mig útlendingur hvað ylli og ég sagði - náttúrlega - að þetta væri einstæð móðir og faðirinn „abgehauen“, sem sagt stunginn af. Söguskoðun, rétt eða röng.

Og, mínar kæru, það eru bara ekki allir eins fótafimir og þið/við. Ég veit því miður um alltof marga sem keyra þessa 400 metra sem Ágerður talar um. Ég er á bíl þessa dagana og finn til með umhverfinu, ræð ekki við þá tilfinningu.

Berglind Steinsdóttir, 10.6.2008 kl. 11:18

5 identicon

Já, ég geri mér grein fyrir að ekki geta allir gengið eða hjólað, aðstæður er þannig. En mun fleiri gætu gengið/hjólað/tekið strætó en gera það nú og yrðu við það fótafimari ... og nokkrum kílóum léttari (ég er ekki að hugsa um neinn sérstakan núna - bara svona almennt).

Ég skil sko alveg hvað þú meinar samviskubitinu þegar keyrt er. Ég er alltaf með móral ef ég ek það sem ég gæti hjólað og/eða ef ég sit ein í bíl.

(það vantaði 'er' milli 'Hvar' og 'pabbbinn' í sögunni áðan - tók eftir því um leið og ég ýtti á „Senda“)

Ásgerður (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:32

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og hvenær sástu pabbbinn með þremur b-um? Tíhí.

Berglind Steinsdóttir, 10.6.2008 kl. 14:10

7 identicon

Æ! oh! blö!

Ásgerður (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband