Greiðvikni kaupandinn í Krónunni

Vinkona mín lenti í því í búð nýlega að uppgötva við kassann að hún hafði gleymt seðlunum heima. Hún bað geislagaurinn að geyma vörurnar meðan hún skytist stutta leið. Hann tók því fjarri þannig að hún hélt að hún yrði að byrja upp á nýtt - þangað til maðurinn sem stóð fyrir aftan hana í röðinni bauðst til að borga fyrir hana, hún myndi svo bara leggja inn hjá sér við tækifæri.

Og það varð ofan á.

Ég sagði þessa sögu nokkrum í gær - og viti menn, þetta er algengara en ég hugði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Juuuu... Ég hélt að ég hefði lent í einhverju alveg einstöku! Gott að vita þó að greiðvikni og góðmennska er ekki dauð í samfélaginu.

vinkonan (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Finnst þér ekki geislagaurinn ná þessu annars?

Já, það kom mér skemmtilega á óvart að einhverjir fleiri höfðu upplifað það sama.

Berglind Steinsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband