Bókaköff

Nú er komið nýtt bókakaffi sem ég prófaði í hádeginu, alltaf gaman að fara hringinn i miðbænum. Það olli mér vonbrigðum, lítið úrval, vont úrval fyrir minn smekk, rétt ætur gulrótarkökubiti á 390 krónur. Þrátt fyrir útisetumöguleikana þarf mikið að koma til svo að ég leggi leið mína þangað aftur.

Eins varð mér innanbrjósts um árið þegar ég kannaði úrvalið í bókakaffi Eymundssonar. Maður nær ekki fyrstu kynningu nema einu sinni - bókaköffin verða að vanda sig betur ef ég á festast í önglinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þessi þetta bókakaffi er vel staðsett en er ekki nógu notalegt eða nógu smekklega hannað að innan til að lokka mig inn. Ef veitingarnar eru líka lakar fer ég alls ekki inn!

Ásgerður (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gott að fá þessa ábendingu. Maður hefur þá ekki fyrir að leggja leið sína þangað.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband