Föstudagur, 13. júní 2008
Ein lítil staðreynd um hvali
Ég fór í gær með erlenda gesti í hvalaskoðun. Við sáum enga hvali, einhver uppástóð að tveir höfrungar hefðu sést. Við sáum mökk af lundum og einn fýl.
Svo var hlaðborð á einum veitingastaðnum, þar var hangikjöt, annars konar kjöt, alls konar - og ræmur af hval. Gestunum mínum þótti það fyndið.
Ég veit ekki hver pantaði eða hanteraði hlaðborðið svona.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.