Mánudagur, 16. júní 2008
Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
Mikið er undarlegt hvað slóðin á beygingar í tungumálinu er langsótt: http://iceland.spurl.net/tunga/VO/. Hverjum getur dottið það í hug?
Engum.
Svo er síðan líka gölluð þótt um margt sé hún ágæt og staðfesti það sem maður veit. Hún viðurkennir tvo kosti þar sem við á en gleymir stundum sterku beygingunni.
Sumir vilja draga að hún en það er þá eins og að draga að sig. Allir vita betur en svo.
Gaman að þessu.
Athugasemdir
Þetta kalla ég að sækja slóð yfir ála.
Sigurjón Þórðarson, 17.6.2008 kl. 00:55
Og þetta kalla ég að valda mér heilabrotum ...
Berglind Steinsdóttir, 17.6.2008 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.