Leik- og grunnskælingar ættu að eiga skattkort

Börn geta ekki gengið sjálfala. Börn þarf að annast. Þegar leik- og grunnskólar hafa lokað heilu og hálfa dagana vegna annarra starfa starfsfólks þarf einhver að annast börnin. Foreldrar eru ekki of góðir til þess, sossum, en þá þurfa þeir að gera hlé á öðrum störfum. Og það finnst atvinnurekendum oft ógaman. Og foreldrum finnst líka leiðinlegt að eyða sumarleyfisdögunum sínum í staka starfsdaga hér og þar í skóladagatalinu.

Mér finnst að foreldrar ungra barna ættu að geta nýtt skattkort sem börnin ættu að eiga. Þannig gætu foreldrar ungra barna verið í lægra starfshlutfalli, jafnt mæður sem feður, og þannig væru ekki eins mikil viðbrigði að þurfa að hverfa frá stundum.

Annað vandamál er að ég held að marga foreldra langi ekki til að vera heima með börnunum sínum heilu dagana, óháð eftirspurn á vinnumarkaði. Þess vegna þarf að hvetja til þess með einhverjum ráðum.

Ég ætlast til að Habbý geri gáfulega athugasemd við þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aha

Starfsdagarnir og skipulagsdagarnir eru nú allt í lagi þannig lagað nema ef manni dettur í hug að vera með börn á mörgum skólastigum. Þá vandast málið ef grunnskólinn og leikskólinn eru ekki með samvinnu sín á milli um tilhögun þessara daga (amk í hverfinu) og dreifa þeim út um allar trissur. En þegar vetrarfrí og eitthvað svoleiðis nokkuð bætist við þá er mér hætt að vera skemmt. Ég held að vetrarfrí byggist á útlendri eftiröpun sem ekki er í takt við íslenskt þjóðfélag, amk ekki mig. Svo höfum við líka þetta ágæta vetrarfrí sem kallast páskafrí og það dugar mér alveg með öllum sínum fylgifiskum, auk hinna ýmsu tilefna til frídaga sem finnast á tímabilinu apríl - júní. Og mín vegna mætti skipta á þessum skipulags- og starfsdögum í grunnskólanum fyrir það að skóla myndi ljúka í lok maí. Skóli fyrstu dagana í júní er bara blaður. 

Og skattkortapælingin finnst mér ekki spennandi. Látum peninga til barnafjölskyldna fremur fara í gegn um barnabætur sem að mestu eru tekjutengdar (eðlilega) og þjónustu svo sem til að niðurgreiða strætó, frístundakort og frístudnastræt, niðurgreiða dagvistun, útbúa róluvelli og halda þeim við, búa til samfélag sem er gönguvænt og hjólavænt þannig að við getum hleypt börnunum okkar út í samfélagið. Lækkum álögur á barnafatnað eða hvað annað sem fólki dettur í hug - þó ég ætli ekkert sérstaklega að taka það að mér að forgangsraða í þessu.

En ekki búa til stærri verðmiða úr börnunum en þau eru. Nóg er nú samt.  

Stóð þetta undir væntingum Bengl...

Hrafnhilur (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já.

Einhver át löngu athugasemdina mína áðan þannig að ég læt mér nægja að segjast vera ósammála þér. Ég vil skattkort handa foreldrum ungra barna og ég HATA orðið barnabætur. Hvert var tjónið?

Berglind Steinsdóttir, 20.6.2008 kl. 23:05

3 identicon

Iss, skiptir engu máli hvað þetta er kallað en endilega láttu heyra ef þú ert með betri tillögu en barnabætur. Sjálfri er mér sléttsama.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Skattkort!

Berglind Steinsdóttir, 21.6.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband