Föstudagur, 20. júní 2008
Þá hló marbendill
Enn hef ég ekki farið með túrista á Hveravelli en samt hugsaði ég um það í dag hvað ég myndi gera ef ég væri á leiðinni þangað. Myndi ég segja frá sporunum í hálfkæringi - þetta væri villa - eða myndi ég segja frá sporunum til að fólk gæti verið á varðbergi? Hefði ég e.t.v. þagað þunnu hljóði?
Ég bryddaði upp á þessu í bænum í dag og ein sagði mér grafalvarleg að ferðamennirnir sem sáu sporin hefðu verið mjög áreiðanlegir. Svo hefðu þeir ekki vitað um hina ísbirnina. Ja, því trúi ég alltént ekki, að þeir hafi ekki frétt það t.d. að heiman þegar við vitum að myndirnar af böngsunum hafa farið um heimsbyggðina eins og ... eldur í sinu. Túristar eiga líka síma og heyra í sínu heimafólki.
Jamm, ég hefði talað um meint ísbjarnarspor. Og ég hefði haft rétt fyrir mér.
Ég er náttúrlega kaldrani. Ég hlæ að þessu þangað til ég horfi upp í gin á einu krúttlegu kvikindinu. Hehe.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.