Takk, Sigurður Líndal

Á blaðsíðu 2 í Fréttablaði dagsins lýsir Sigurður Líndal skoðun sinni á málbeitingu háskælinga. Ég held að hann hafi lög að mæla. Málið snýst ekki svo mjög um fagurfræði eða áferð (sem ég legg samt líka talsvert upp úr), þetta bitnar ekki síður á skilningi og eykur líkur á misskilningi.

Ég held reyndar að kunnáttunni sé ekkert að byrja að hraka núna. Habbý talaði um slaka framsetningu nemenda sinna í HÍ þegar hún var þar stundakennari fyrir nokkrum árum. Sjálf get ég ekki kvartað undan samnemendum mínum, alltént ekkert að ráði ...

Við verðum öll fyrir áhrifum alls staðar að - sem er fínt - en við þurfum að rækta tungumálið.

Jíei!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband