Á maður ekki að sniðganga N1 í öllu?

Þá klikkaði ég feitt. Ég keypti mér nefnilega lakkrístopp þar í hádeginu af því að ég hef ekki séð svoleiðis áður. Hann var ekki bara 10 krónum dýrari við kassann en látið var að liggja við frystinn (235 -> 245) heldur var hann óheyrilega bragðvondur. Lakkrísinn var linur og á bragðið eins og tuska.

Ég lofa að gera þetta ekki aftur. Á morgun ætla ég t.d. að borða hádegismat í hverfi 104. Það hlýtur að verða dýrð og dásemd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sí sí - hádegismatur í 104 er obvúslí mjög hipp og kúl á Gló í Listhúsinu Laugardal. Fullt út úr dyrum, fínn matur, mögulega hollur og félaxkapurinn indæll. Hópurinn malaði sleitulaust í um klukkustund og mátti ég leggja mig fram til að ná stöku innslagi, hvað þá  að segja sögur (þær þurfti að stytta til að eyða ekki tíma í málalengingar).

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 15:24

2 identicon

... og ég klikkaði líka feitt, gleymdi að kommenta á aðalatriðið.

Málið snýst nebblega ekki um að sniðganga olíufélögin.

Málið er að keyra minna, hægar, með farþega, hjóla meira, ganga meira og láta af þeirri hegðun að keyra um í erindisleysu

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Myndin bendir ekki til þess að þú hafir verið hlunnfarin um sögustund.

Berglind Steinsdóttir, 1.7.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband