Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Þetta er að vísu stórfrétt ...
Mér finnst samt undarlegt að tefla henni tvisvar fram í sama miðli á einni viku.
Samtök ferðaþjónustunnar lýsa furðu sinni yfir þessari ákvörðun þar sem kveðið er á um það í náttúruverndarlögum að almenningi sé heimil för um landið í lögmætum tilgangi.
Mig furðar ekki að SAF furði, ég vildi hins vegar vita hvort þetta er heimilt. Er í alvörunni mögulegt að Kerið sé í svo mikilli einkaeigu að magnferðamönnum sé meinaður aðgangur?
Samtök ferðaþjónustu segja þessa ákvörðun hafa verið tekna eftir viðræður Kerfélagsins við stærri ferðaskrifstofur um að þær greiði gjald fyrir hvern farþega sem stoppar við Kerið. Ferðaskrifstofurnar hafi hins vegar hafnað greiðslum.
Var annars meiningin að slá upp girðingu? Hafa hlið sem rútuhópar þyrftu að borga sig í gegnum en sumarbústaðafararnir ekki?
Ég borgaði einu sinni inn í Kerið, það var í ágúst 2004 til að hlusta á tónleika sem voru fluttir á fleka á miðju vatninu. Við hefðum leikandi getað svindlað okkur inn en gerðum ekki. Hvernig ætti að takmarka aðganginn?
Mér finnst augljóslega sitthvað vanta í fréttina þótt þetta sé taka tvö.
Aðgangur að Kerinu í Grímsnesi takmarkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skildi vel þá afstöðu að takmarka aðgang til að vernda svæðið átroðningi, en það er ekki gott ef aðal ástæðan er að þeir ætli að fara að selja inn á svæðið. Þetta er ekki sú þróun sem við viljum sjá. Þá er spurning hvenær verður selt inn á Geysi þar sem það er í hluta til í einkaeigu.
Þórður Ingi Bjarnason, 2.7.2008 kl. 19:53
Þórir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:56
Sæl Berglind, sjá umfjöllun um Kerið á vefsíðu Félags leiðsögumanna og á bloggi Stefáns Helga Valssonar.
Stefán Helgi Valsson, 2.7.2008 kl. 23:00
Ég var einmitt að lesa hana á síðu félagsins.
Berglind Steinsdóttir, 2.7.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.