Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Carrie og Stóri - Regnboginn rokkar
Af faglegum ástæðum fór ég á Beðmálin í bíó. Vendingar voru nokkrar og komu sumar á óvart. Salurinn skellihló - oft - og ég hafði gaman af myndinni. Mér þótti Stóri reyndar orðinn of mjúkur og mildur og næstum veikgeðja og Kim Cattrall er bara ekki sérlega góð leikkona. Svo sýndust mér þær orðnar hrukkóttar og soldið beyglaðar sums staðar sem stafar kannski af því að skjárinn í bíó er nokkru stærri en sjónvarpsskjárinn minn.
Alveg óhætt að eyða 650 krónum í þessa tvo tíma.
Svo er bókin, hún er aðeins öðruvísi. Hún er í meiri brotum, svona eins og skissur eða myndbrot. Væntanleg á íslensku ...
Öhh, það er líklega rétt að viðurkenna snöggvast að ég fór í skoðunarferð upp tröppurnar heima hjá Carrie - og við fjórar:
Athugasemdir
Fór loks á myndina í gær. Fannst hún ekki góð. Einu atriðin sem ég gat notuð voru þau með Big. Fannst aðeins einn kjólanna hennar Carrie flottur (blár kjóll stuttu fyrir lok myndarinnar). Og samt finnst mér cosmo alveg ágætur drykkur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.7.2008 kl. 05:51
Þú ert grimm! En ég hef aldrei verið hrifin af fatasmekknum hjá Carrie og eini flotti kjóllinn var sennilega (seinni) brúðkaupskjóllinn - svona hef ég einfaldan smekk.
Ég mundi ekki eftir vörtunni sem Carrie er með á hökunni og það var reyndar ýmislegt fleira í útliti þeirra vinkvenna sem ég tók aldrei eftir í þáttunum.
Berglind Steinsdóttir, 3.7.2008 kl. 08:22
Vartan já - ég sat hálfa myndina og velti fyrir mér vörtunni, hrukkum og bólum. Stafræna tæknin og upplausnin sem henni fylgir er helst til mikil fyrir svona close up.... Kannski er þegar allt kemur til alls bara truflandi að sjá svona mikil smáatriði.
En ég hló og skemmti mér dável. Fíla svona kúkabrandara.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.