Laugardagur, 5. júlí 2008
Álf-ver?
Þetta er svo sem ekki þróuð hugmynd en væri ekki hægt að koma upp álfveri á Íslandi? Áhugi útlendinga fyrir þjóðsögunum okkar, þar á meðal álfum, huldufólki, tröllum og öðrum skemmtilegum kynjaverum, er mikill. Í einni hringferð með útlendinga spurðu mig fullorðin hjón sem höfðu farið í skipulagða ferð um landið 10 árum áður bara um Fjalla-Eyvind og hvort ég myndi ekki örugglega segja þeim frá útilegumönnum. Þau mundu Ódáðahraun sem vettvang sögu en ekki sem 4.400 ferkílómetra víðerni svo og svo gamalt eða einu sinni hátt yfir sjávarmáli.
Ég hef oft verið spurð um minjagripi sem tengjast huldufólki. Styttur? Bækur? Já, einhverjar en ekki á svo mörgum tungumálum.
Það er álfa- og draugasafn á Stokkseyri sem auðvitað svarar einhverri eftirspurn en það er staðbundið.
Verður þessu kannski best haldið við í munnlegri geymd ...?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.