Helvítis gengið sem allir eru hættir að tala um

Í góðviðrinu er ekki hægt annað en að rápa um götur og garða. Í gær fór ég í götu-/garðspartí sem var gríðarlega skemmtilegt en í dag lét ég mér nægja að rápa öðru sinni í Gestastofu og spóka mig síðan á Laugaveginum. Mamma þóttist eiga erindi í hannyrðabúð og spurði um verð á dokku. Hún kostar útseld á annað þúsundið og mamma saup hveljur. Ekkert veit ég um görn(!) þannig að ég saup ekki neitt fyrr en kaffið kom á borðið. Til að gera eitthvað meðan mamma saup og saup spurði ég hvort verðhækkunin væri mikil. Já, sagði konan, gengið. Og við gátum fellt talið.

Ég reyni að hugsa út frá heildinni - ég sver það - og harma því að helvítis gengið hafi rokið svona upp. En nú var ég einmitt að semja við bandaríska þýðingastofu um 20 tíma verkefni. Og tímakaupið er 35 evrur, sem sagt 700 evrur fyrir 24.100 orða gátun. Og brúttólaunin verða miðað við gengi dagsins í dag 700 * 125 = 87.500 en fyrir sléttu ári, 18. júlí 2007, hefði ég fengið 700 * 82 = 57.400.

Ja, ekki hafa almennar launahækkanir orðið svona miklar. Ég get prísað mig sæla - í þessu verkefni. En hversu lengi verður það?

Ef ég mætti velja veldi ég stöðugleika. Og minni verðbólgu.

Í gær átti ég líka erindi í 10-11 og það fyrsta sem ég sá í búðinni var nizza - Á 189 KRÓNUR. Hvernig má það vera? Hver kaupir? Hver hefur lyst? Hvað segir dr. Gunni við þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband