Sunnudagur, 20. júlí 2008
Það er ekki hægt að reikna út aldur fólks
Aðallega er fólk eldra en það sýnist. Þetta er kannski eðlilegt á Íslandi, eða var, í ljósi kuldans. En í breska spurningaþættinum Aumasta hlekknum byrjar fólk á að segja til aldurs og ég verð trekk í trekk alveg gáttuð. Fólk sem lítur út fyrir að vera kannski á fimmtugsaldri er komið yfir sextugt - og komið á eftirlaun. Það er kannski ástæðan, fólk sefur út, vaknar, fer að grúska, fær sér að borða þegar það langar til, hmmm.
Stjórnandi þáttarins er sjálf 61 árs hefur mér heyrst og það sést ekki á henni. Og hún er mun illskeyttari en maður býst við af fólki á þessum aldri. Ég held það alltént. En keppendur búast við þessu og skjóta á hana til baka. Átökin snúast ekki bara um spurningarnar heldur að svara fyrir sig þegar Anne byrjar að níðast á keppendum vegna meintrar heimsku, klippingar, vaxtarlags, menntunar, starfsvals eða klæðaburðar. Og þar sem keppendur hafa oft í fullu tré við hana eru þættirnir oft skemmtilegir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.