Uppáhaldssundlaugin mín

Laugardalslaugin er góð og hrein og snyrtileg og þokkalega staðsett. Það er lúxus að geta synt í 50 metra laug. Unaður. Farið svo í heitan pott og gufu. Hreinn og klár lúxus.

En ég skil ekki bröltið með innheimtuna. Í eina tíð gat ég keypt 30 miða kort sem hentaði mér vel. Nú hef ég bara val um staka miða, 10 miða kort eða árskort. Og það gefur augaleið að þrjú 10 miða kort eru dýrari en eitt 30 miða kort var.

Um síðustu helgi eða svo fékk ég miða þegar ég borgaði sem ég átti að skanna. Nú er það ekki lengur í gangi. Einu sinni átti maður að stinga pening í skáphurðina í búningsklefanum til að geta læst. Ef maður vildi opna skápinn aftur þurfti maður að fá nýjan pening. Það var leiðigjarnt en það kerfi var samt lengi við lýði. En sem betur fer ekki lengur.

Af hverju getur maður ekki keypt áfyllingarkort eins og símafyrirtækin eru með eða gatakort til að stimpla sjálfur eins og tíðkast á lestarstöðvum? Það er hrútleiðinlegt að standa í biðröð eftir að láta gata kortið sitt meðan fólk fyrir framan mann í röðinni er að velja sér sundgleraugu eða múffu. Svo vaktar það enginn þegar maður fer inn, maður gæti þess vegna svindlað. Ég vil hins vegar ekki ókeypis í sund (nema ákvörðun yrði tekin um það), ég vil borga sanngjarnt ofan í og ég vil helst ekki þurfa að bíða eftir þjónustu sem er engin umfram það sem maður getur sjálfur veitt sér.

Þetta var sunnudagsnöldrið.

Mynd tekin af netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það var nú meira þrasið og sunnudagsnöldrið í þetta sinn. Ég hef aldrei lent í neinu í sambandi við gleraugnakaup eða múffukaup þeirra sem undan eru í röðinni í sundlaugarnar í Laugardal eða Laugum eins og það heitir nú að því mér skilst, eða bara Laugum spa svo við förum nú rétt með. Aftur á móti var leiðigjarnt að þurfa að elta sundlaugarverði út af því að fá pening  til að geta læst skápnum, og skildi ég þetta kerfi aldrei í þau þrjátíu ár sem það viðgengst.

Flýttu þér bara að verða sextíu og sjö, þá getur þú gengið þar inn með bros á vör og einu veifi!

Hermann (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mér finnst ganga alveg nógu hratt að eldast, þú þarna. Og mig grunar að þú farir ekki nógu oft í laugina til að lenda í þessu, a.m.k. hef ég aldrei séð þig ... eða jú, einu sinni og það var í heita pottinum, líklega árið 1928.

Eitt enn, þótt maður verði kannski einhvern tímann 67 ára þarf maður samt að sýna skilríkin, er það ekki? Og standa í röðinni, huhh.

Berglind Steinsdóttir, 27.7.2008 kl. 22:02

3 identicon

Já, það stendur ekki á biðvrögðum, nei fyrirgefðu viðbrögðum. En bíddu nú við Lauga mín, ég hefi verið fastagestur í þessum sundlaugum í um 40 ár, fyrir utan þau ár sem ég hefi verið erlendis, svona að jafnaði 2 - 3svar í viku, en reyndar skjaldnar nú orðið á sumrum. Eldra fólk hef ég bara séð veifa, en ég er kannski ekki þar þegar það fólk er sem flest. Maður ætti kannski bara að reyna að veifa næst, kannski einhver tæki þá eftir manni:-)

Hermann (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Pabbi er kominn á veifualdurinn, kannski ég spyrji hann við tækifæri. Svo ætti maður kannski að spyrja sig (og aðra) hvort manni dygði að veifa bara.

Ég ætla í sund á þriðjudaginn, klukkan hvað verður þú í pottinum? Hehe.

Berglind Steinsdóttir, 28.7.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Fínt sunnudagsnöldur. Það er ekkert leiðinlegra en að bíða í biðröð.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband