Einkarekstur strætós - væru það einstakar akstursleiðir, innheimta, ákvarðanir, útgáfa leiðabókar?

Mér finnst að notendur strætisvagnanna eigi ekki að borga beint fyrir einstök för frekar en bílnotendur borga fyrir einstakt slit, einstaka mengun, einstök slys á fólki. Skrefið sem hefur verið stigið með því að rukka strætónotendur á framhalds- og háskólastigi ekki við hverja inngöngu er frábært og til eftirbreytni. Tölfræðin sýnir að tilraunin gengur upp því að fólki hefur fjölgað í vögnunum. Að sama skapi er þá minna um að fólk keyri sjálft sig bæinn á enda með tilheyrandi sliti, mengun og slysahættu. Vonandi sér maður meira af þessu í náinni framtíð.

Einkarekstur getur vel átt við víða. Ríkið þarf ekki að selja þvottavélar, ferðatöskur, skáldsögur eða spjallþætti. En almannaþjónusta getur illa farið á markað. Ég hef svolítið velt fyrir mér hvaða hluti strætós gæti farið í einkarekstur. Ekki gengi að bjóða út leið 2 og leið 15. Einn aðili yrði að taka allar leiðirnar. Gengi að bjóða út gerð leiðabókar? Er peningalegur ávinningur í því að halda við strætóskýlum, gefa þeim nöfn og endurnýja skiltin? Hvernig ætlar einkaaðili að fjölga í vögnunum og fá inn á móti kostnaði - að því gefnu að aksturinn verði að fjármagna (að einhverju leyti) með fargjöldum? Mun gjaldið sveiflast með heimsmarkaðsverði á eldsneyti?

Mér finnst mjög erfitt að ramma inn þessa hugsun mína. Mér finnst mjög erfitt að sjá fyrir mér almannaþjónustu í einkarekstri. Getur það einhver?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og er þó ekki í kot vísað með gáfur hjá okkur, Lára Hanna!

Berglind Steinsdóttir, 1.8.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Í höll vísað bara, er það ekki?

Ég viðraði brot af skoðunum mínum um einkavæðingu hér að gefnu tilefni. Þetta er náttúrulega bara ónáttúra!

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.8.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband