Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Kría - dúfa - mávur - hæna - lundi
Stelpa fór á þjóðhátíð, tjaldaði og ætlaði að fá sér blund. Fyrst sendi hún systur sinni línu um að allt hefði gengið vel, þau væru búin að tjalda og ætluðu nú að fá sér kríu.
Systirin var ekki betur verseruð í móðurmálinu en svo að hún sendi systur sinni sms á móti með þeim góðviljuðu leiðbeiningum að í Vestmannaeyjum ætu menn lunda en ekki kríu.
Heyrði þessa skemmtilegu þjóðhátíðarsögu á Bylgjunni.
Athugasemdir
Yngri dóttirin vissi ekki heldur hvað "kría" væri og skildi því ekki þennan brandara sem ég hló svona hátt að. Get ég skrifað það á áralanga dvöl erlendis?
Erla (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 20:01
I accept - eins og Ann Robertson (Robinson) i The Weakest Link segir, hehe!
Berglind Steinsdóttir, 7.8.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.