Mánudagur, 4. ágúst 2008
Tekjur annarra
Á útgáfudegi var ég komin á fremsta hlunn með að kaupa blað Frjálsrar verslunar en þegar ég var búin að fletta nokkrum opnum áttaði ég mig á að ég væri ekki nógu forvitin um tekjur annarra til að bera þær upplýsingar heim.
Einhverjar rangfærslur hafa sannast á útgáfuna þannig að ekki veit ég hversu áreiðanlegar upplýsingarnar eru yfirleitt en aðallega fýsir mig ekki sérstaklega að vita um allar milljónatekjur fólks. Ef eitthvað væri vildi ég heldur skoða lægri endann og helst hjá raunverulegu lágtekjufólki. Er það ekki nokkuð sem við ættum frekar að líta til og þá þess hvernig fólk með lágmarkslaun kemst af í verðbólgunni?
Skattaeftirlitið ætti að skoða hvernig fólk með vinnukonuútsvar hefur efni á dýrum heimilum og ýmsum munaði. En svo mikið vald hef ég ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.