Allt í fína í Kína?

Vinkona mín skrapp til Kína í byrjun sumars og kom stútfull af sögum til baka. Meðal annars sagði hún okkur að Kínverjar sem eru þarna í skrilljónavís pissuðu ekki, umframvökvi gufaði bara upp. Þegar menn þyrftu hins vegar að losa sig við eitthvað í föstu formi færu þeir á hálfafvikinn stað og gerðu stykkin sín í sturtanlega holu, hins vegar færi sá pappír sem nauðsynlegur væri til verksins í aðra holu, fötu við hliðina sem ekkert lok væri á.

Svona verða menn að bera sig að í fjölmennum samfélögum.

Þegar hún rataði ekki - sem var alltaf nema þegar leiðin lá á námskeiðið sem var kynnt fyrir þeim hvar væri - reyndi hún að spyrja til vegar. Öll skilti voru á kínversku bara og Kínverjar tala litla útlensku. Vegna Ólympíuleikanna sem byrja í næstu viku var öllum hins vegar uppálagt að sýna einstaka kurteisi (a.m.k. út á við) og þess vegna þóttust viðmælendur skilja, kinkuðu kolli og sögu yes yes, bentu síðan bara eitthvað því að það er kurteisi að segja fólki til, alveg sama þótt rangt sé sagt til.

En hún kom aftur heil á húfi og varð ekki meint af volkinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband