Laugardagur, 9. ágúst 2008
Í sumarhöll drottningar og annars staðar í Danaveldi
Frú Margrét Þórhildur mun halda til í sumarhöll sinni í Árósum frá 23. ágúst til 10. september en þangað til má maður rápa um garðinn hennar. Og það gerði ég ... í gær (virðist svo langt síðan). Og mig langaði að stinga mér í sundlaug hennar hátignar.
Ég var í þessum góða félagsskap:
Í Kaupmannahöfn var ég hins vegar bara upptekin af þessu venjulega ferðamannadóti, t.d. rigningu:
Svarta demantinum:
Íslenskum litteratúr:
Hundaklósetti:
Og Tívolí:
Kom heim í gærkvöldi með þeirri flugvél IcelandExpress sem ekki bilaði. Hins vegar varð tuðran mín eftir í Kaupmannahöfn og í þessum rituðu orðum er verið að keyra hana heim til mín með gömlu úlpunni og nýju pilsinu. Jájá, það er áhætta að leggja land undir fót, jájá.
Athugasemdir
Hér er umræða þar sem þú gætir viljað leggja orð í belg.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 12:19
Ég reyndi að skrifa athugasemd hjá Theódóri:
Berglind Steinsdóttir, 11.8.2008 kl. 19:39
Sé að kerfið fúlsar við greinaskilum: Víða á suðlægum slóðum er skylt að hafa heimaleiðsögumann sem oft reynir síðan lítið á vegna þess að fararstjórinn eða túlkurinn talar í míkrófóninn. Þetta upplifði ég t.d. í Madríd í fyrra þegar Kristinn R. Ólafsson leiðsagði okkur um borgina og líka til Toledos, þá var heimamaður með í för. Þetta er svo sem ekki gott dæmi því að Kristinn er eiginlega orðinn heimamaður þarna. Hér á landi getur leiðsögumaðurinn skipt miklu máli vegna staðarþekkingar og viðbragða. Ég er leiðsögumaður og hef unnið með útlendingum sem hafa menntað sig í Leiðsöguskóla Íslands og tala íslensku og það er mikill munur á þeim og meintum leiðsögumönnum eða fararstjórum sem fylgja hópunum að utan. Ég þekki líka bílstjóra sem hafa þurft að hafa vit fyrir sendingum að utan sem hafa alla sína þekkingu úr Lonely Planet. Þeir ,,leiðsögumenn" halda að þeir geti skroppið að Dettifossi á leið sinni til Mývatns. Bílstjórar á enn lægra kaupi en leiðsögumenn ættu ekki að þurfa að eyða kvöldunum í að setja meinta leiðsögumenn inn í áætlun næsta dags. Það er mikið ábyrgðarstarf að keyra fólk um landið. Við viljum löggilda starfið vegna þess að við höldum að það skipti landið allt máli að menn með þekkingu á því leiði hópana um það.
Berglind Steinsdóttir, 11.8.2008 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.