Mánudagur, 11. ágúst 2008
Af genginu
Í fyrrahaust kostaði ein dönsk króna 12 íslenskar krónur. Í síðustu viku kostaði hún upp undir 17 krónur. Það er 30% hækkun. Eins og menn vita hefur evran líka tekið miklum breytingum.
Ég eyddi í fimm daga ferð í Danmörku og Svíþjóð 6.600 dönskum krónum. Fyrir ári hefði fríið kostað mig tæpar 80.000 en í síðustu viku kostaði það 112.000. Þetta er veruleikinn. En er þetta lögmál? Óhjákvæmilegt? Og ef ekki, hvernig má breyta þessu?
Í Íslandi í dag var verið að spjalla við útlenska ferðamenn á Íslandi sem eru kátir með hagstætt verðlag. Ég samgleðst þeim - en er þetta komið til að vera? Má ég biðja um stöðugleika?
Úff.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.