Hrós hróssins vegna

Lítil frænka mín vinnur í bakaríi. Hún er ósköp iðin og vandvirk en hún er bara 15 ára og ekki vön að vinna. Það þarf aðeins að segja henni til. Svo er hún viðkvæmt blóm og henni sárnar ógurlega þegar hreytt er í hana eða hún upplifir ónot.

Ég reyni að stæla hana smávegis og segi að það sem ekki drepi hana herði hana bara og ef þessi vinnuveitandi er óalmennilegur muni henni finnast aðrir vinnuveitendur liprir síðar meir. Það breytir því samt ekki að hann er lélegur yfirmaður, segir illa til og skammar án þess að vita hver gerði eða gerði ekki það sem til var ætlast.

Og ég fór að hugsa um yfirmenn sem kunna ekki að stjórna. Þeir eru ótrúlega margir og kannski er eins gott að maður læri snemma að díla við slaka stjórn.

Skyldi vera tilviljun að ég hugsa á slíkum nótum þessa miðjudaga ágústmánaðar?? Grrrr. Reykjavík, ó, Reykjavík.

Hins vegar leiðist mér líka hrós sem er eins og sjálfvirkt, hrós hróssins vegna. Ef einhver hlær að því sem ég ætla að hafa fyndið upplifi ég það sem hrós þótt enginn segi að það hafi verið fyndið. Ef hins vegar einhver segir mér að peysan mín sé fín, sú sem ég er í og hef verið í 70 sinnum í kringum viðkomandi, finnst mér eins og einhver sé að hrósa mér fyrir að geta sagt nafnið mitt rétt eða reimað á mig skóna.

Kannski er ég svolítið erfið núna - ég kýs að kenna beinverknum í hausnum um ... og hann stafar áreiðanlega af róti síðustu daga í höfuðstöðvum mínum, 101 Reykjavík.

Grrr ...

Góð, þessi fiskisúpa hjá þér, mmm. Er kóríander í henni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hmmm...  ég hélt að höfuðstöðvar þínar væru annars staðar en í Ráðhúsinu... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.8.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mmmm, þjóðarsál, vel heppnað oflof ... téhé. Mér er skemmt - og taktu það sem hrós.

Já en, já en, Lára Hanna, ég meina sko að ég er Reykvíkingur og þess vegna er 101 höfuðstöðvar mínar. Og ég hugsa: Hvað verður nú um Bitruvirkjun, flugvöllinn, Laugaveginn, listaháskólann, orkuútrás - og t.d. Sundabraut? Var einhver meining í málefnasamningi? Hefur einhver einhverja sannfæringu sem er kosinn út á sannfæringu og hugsjónir?

Ég geri ekki ráð fyrir að allir pólitíkusar hafi fyrr á dögum verið vænir og velmeinandi, en ég held að fleiri hafi verið það - en svo var ekki fylgst svona vel með þeim eins og við erum í færum til að gera núna.

Úff, þetta eru höfuðstöðvar mínar. Og mig langar ekki einu sinni til Edinborgar ...

Berglind Steinsdóttir, 16.8.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband