Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Þegar bíl og hjóli lýstur saman - reynslusaga
Það gerðist einmitt í dag. Ég hjólaði á litlum hraða eftir Borgartúninu og út af bílastæðinu kom bíll á litlum hraða. Hvorki ég né bílstjórinn vorum á varðbergi og úr varð samstuð tveggja farartækja. Hann má eiga það að hann varð skelfingu lostinn við að sjá mig taka flugið - en ég, ég spurði hvort sæi á bílnum.
Ég hlýt að hafa fengið dulitla flugferð, a.m.k. lenti ég með báða fætur sömu megin, hruflaði mig aggalítið ofan við hægri bera ristina en annað og verra gerðist ekki. Sjónarvottur margsagði mér að taka nafn og símanúmer mannsins en ég svaraði jafnoft að ég væri heil og óbrotin. Hann sagði að ég skylfi. Döö, eitthvað er ég þá tilfinningalaus því að ég fann það ekki einu sinni.
Ef ég væri Bandaríkjamaður hefði ég farið í mál, ekki satt?
Athugasemdir
Ég ætla ekki að segja Magga bró af þessu - þá færðu örugglega símhringu eða heimsókn hjá honum þar sem hann talar meira (og miklu hærra) en þú ... mjög æstur.
Ásgerður (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 13:18
Æstur ... yfir hverju? Að ég hafi ekki fengið gat á hausinn, hehe?
Berglind Steinsdóttir, 13.8.2008 kl. 15:47
Nei, yfir því að þú hafir ekki hellt þér yfir bílstjórann, sparkað í bílinn hans og síðan hringt í lögfræðing og lögguna til að kæra manninn!
Ásgerður (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:56
Kannski ég gæti kennt honum um beinverkina sem ég finn fyrir núna. Ég hélt að ég væri bara svona södd eftir matinn í hádeginu en ég finn núna að ég er með hausverk og sennilega hita. Greinileg eftirköst eftir skellinn og nálægðina við malbikið, geisp.
Berglind Steinsdóttir, 14.8.2008 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.