Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Margt um manninn í höfuðstað Suðurlands
Á gangi mínum rakst ég á mann sem vinnur hér og vill búa hér. Hann á hins vegar hús í Reykjavík sem selst ekki. Og það er ekki vegna þess að það sé of hátt verðlagt, ónei, hann er kominn með kaupanda að eigninni á uppsettu verði en sá getur ekki selt sína þótt hann sé líka kominn með kaupanda - vegna þess að sá kaupandi fær ekki lán frá bönkunum sem ákváðu sisona að skrúfa fyrir lán, muniði?
Hér er sólríkt sem fyrr og ísinn er bragðgóður. En ég er því miður ekki búin að prófa sundlaugina. Og heldur ekki Ölfusá.
Athugasemdir
Mæli með sundlauginni og líka ostarennibrautinni. Svepparennibrautin er þó ofmetin.
Laufey (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 09:01
Fjandinn, verð að eiga ostarennibrautina inni.
Berglind Steinsdóttir, 20.8.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.