Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Sjálfvirkni er eitur
Það er óheilbrigt að þykjast geta gengið að heilsunni vísri á morgun, fjölskyldunni, vinunum og veðrinu. Allt sem kemur manninum við er sveiflukennt og óvíst. Samt gefum við okkur hluti, gefum okkur að ýmislegt gott geti verið sjálfvirkt, maturinn komi á borðið, verkefnin verði óþrjótandi í vinnunni, fólki þyki vænt hvert um annað eða að íslenska handboltalandsliðið vinni fjórða leikinn í röð.
Sjálfvirkni er eitur.
Ég held m.a.s. að það sé óráðlegt að velja alltaf sama skápinn í sundlaugunum og bjánalegt að kaupa alltaf pulsuna á sama horninu, sofa alltaf í sama rúminu og tala við sama fólkið. Maður á að brjóta upp mynstrið og skipta um símafyrirtæki ef annað býður betur og segja upp tryggingunum ef fyrirtækið svínar á manni - í skjóli tryggðar.
Nýlega lærðist mér að ég ætti ekki alltaf að þýða however með samt eða engu að síður - however getur þýtt hins vegar - og að integration er ekki endilega samþætting, heldur allt eins aðlögun. Það er í sjálfu sér hégómlegt en maður getur litið á það sem hluta fyrir heild.
Og stendur ekki víða að maður ætti ekki að vera lengur en sjö ár í sama starfi? Þá þarf ég nefnilega virkilega að fara að skoða hug minn og framtíðargjörðir.
Mér finnst sjálfvirkni jafn mikið eitur og sykur. Ég er samt búin að reyna til þrautar að láta mér líka við lífrænt fæði ...
Athugasemdir
Ég er sammála þessu með 7 árin. Eftir sjö ár á sama stað (minnsta kosti sem lsm) er passlegt að finna sér eitthvað annað að gera. Helst þar sem maður þarf ekki að vera í hlutverki allann daginn, heldur getur verið maður sjálfur.
Eini munurinn á lífrænu (økologisk) fæði og hefðbundnu er verðmunurinn, þetta "hollara" er alltaf dýrara og ekki hef ég verið sannfæður um að það sé á nokkrun hátt betra.
Steinmar Gunnarsson, 25.8.2008 kl. 12:13
En Steinmar, er lífræna verðið í Danmörku líka svona hátt? Almennt verðlag kom mér þar á óvart en ég gáði ekki að þessu økólógíska.
Berglind Steinsdóttir, 25.8.2008 kl. 18:18
Sumt er dýrara, en annað er á sama verði. Sem dæmi er "lífrænt spaghetti", áð kostar sama og venjulegt. Ekki veit ég hversvegna það er kallað lífrænt, ég fer meira eftir verðmiðanum.
Sumt lífrænt grænmeti er dýrara, en líklega er munurinn minni en á Fróni. Annars var frétt í sjónvarpinu um daginn þar sem var sagt frá því að það væri ódýrara fyrir dani að kaupa tómata frá Spáni, heldur en danska tómata. Samt þarf að flytja þessa spænku 3000 km. leið með vöruflutningabílum til Danmerkur. Séu þeir lífrænt ræktaðir fer nú glansinn af því með þessum flutningum.
Steinmar Gunnarsson, 27.8.2008 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.