Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Veiðibjóðurinn á tjörninni
Kannski á ég ekki að gera það en ég hef mjög ríka tilhneigingu til að fara með afgangsbrauð niður á tjörn. Þar eru endur og gæsir mjög hændar að mér og nýtingartilhneiging mín er svo sterk að ég get helst ekki hent nýtilegu beint í ruslið. En nú er mér svei mér þá farinn að ofbjóða atgangur mávanna. Núna síðast lenti ég þrívegis í því að mávur greip brauðhnullung úr greipum mér - og var ég þó á varðbergi.
Dúfurnar - sem mér þóttu svo krúttlegar þangað til Ylfa kallaði þær fljúgandi ruslafötur - flýðu undan mávunum upp í fangið á mér þar sem þær voru ekki meira en svo velkomnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.