Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Ingó vörtubani tekur til máls og grípur til aðgerða
Ingó Werschofen tjáir sig um vörður á heimasíðu Félags leiðsögumanna og ég verð víst að viðurkenna að þær hafa ekki pirrað mig eins og hann, og allra síst - verð ég að viðurkenna - vissi ég að þær væru óheimilar skv. bæklingi Umhverfisstofnunar. Mér hafa þótt þær lýti og ég segi ferðamönnum frá þessum plagsið þegar tækifæri gefast en héðan í frá mun ég vera enn meira á varðbergi.
Athugasemdir
Þessi vitneskja um að þetta sé bannað var einhvers staðar í undirmeðvitundinni hjá mér. Ég vissi það en hef aldrei hlaðið vörðu sjálf og það hefur aldrei hvarflað að mér.
Ég hef heldur aldrei þurft að slá á putta farþeganna minna og aldrei orðið vitni að því að aðrir túristar geri þetta. En þessar nútímavörður fara mjög í taugarnar á mér og ég yrði örugglega fljót til að benda fólki á að þetta sé bannað.
Fyrir utan sjónmengun og fíflaskap er þetta ekki náttúruvænt eins og Ingó bendir réttilega á í greininni sinni.
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.8.2008 kl. 00:59
Mér finnst líka svo fyndið að hann kalli þær vörtur, þetta verður svo líkamlegt. En áhugaleysi þjóðgarðsstarfsmannanna rennur mér til rifja - hvert er hlutverk þeirra, að standa vörð um náttúruna eða selja fleiri geisladiska? Maður spyr.
Berglind Steinsdóttir, 27.8.2008 kl. 08:02
Stelpur... hvað eruð þið að tala um??
!!!
Edda (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 00:34
Edda mín, hvað er það sem þú skilur ekki? Heldurðu að þetta sé dulmál kannski, hehe?
Berglind Steinsdóttir, 28.8.2008 kl. 01:04
ég man ekki betur en að hún Kristbjörg hafi rætt um þetta í skólanum einhvern tímann, alla vega heyrði ég þetta þar á sínum tíma og þetta stingur mig í augun.
Elísabet (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.