Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Sumarið á dagatalinu
Ég man þegar ég gekk á Vífil(s)fell um árið. Það var eini vondi veðurdagurinn í langan tíma enda komumst við Daði hvergi nálægt toppnum. Er hann þó skáti - en mér var líklega ekki viðbjargandi. Í fjallinu eru margar leiðinlegar skriður.
Í sumar gengum við fjögur saman á Esjuna á þriðjudagskvöldi. Það var rigningarkvöld sumarsins 2008 og við tókum Lafleur á þetta, komumst hálfa leið og vorum bara roggin.
Nú stendur fyrir dyrum ganga um Laugardalinn með útkikki á þvottalaugarnar og skv. veðurvefnum á að rigna eldi og brennisteini, blautum. Það verður mikið stuð í úlpunni en ég hef ekki komist upp á lag með að nota regnhlíf. Félagsskapurinn bjargar í horn.
Bíp.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.