Allar sagnir í nafnhætti

Við erum nokkuð áhyggjufull, sum, yfir breyttri notkun sagna. Það virðist færast í aukana að málnotendur beygi bara sögnina að vera:

Ég er ekki að skilja þetta. Þetta er ekkert að ganga. Hún var ekki að kaupa þjónustuna.

Nú er þágufallssýkin [sem lagði marga að velli] ekki lengur svo áberandi en í staðinn er komin nafnháttarsýkin. Okkur finnst fallegra, eðlilegra og fjölbreytilegra mál að beygja fleiri sagnir, s.s.:

Ég skil þetta ekki. Þetta gengur ekkert. Hún keypti ekki þjónustuna.

Enskan gerir harða hríð að móðurmáli okkar og að því er virðist engu síður þótt fólk sé ekki sérlega sleipt í ensku. Þetta þýðir málfátækt og ég held að við verðum að reyna að spyrna við fæti.

Bíp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nafnháttarskýkin fer ósegjanlega mikið í taugarnar á mér! Og ég heyrði umfjöllun um þetta í útvarpinu (í vor, minnir mig) þar sem málfræðingur fullyrti að þetta væri ekki komið úr ensku.

Enda segja enskir ekki "I am not understanding this" t.d. heldur "I don't understand this" o.s.frv.

Spekingurinn vildi meina að þetta málfar ætti uppruna sinn í beinum íþróttalýsingum þar sem lýsanda hafi fundist þessi talsmáti eiga betur við það sem var að gerast í "núinu". Margar ambögurnar eiga uppruna í íþróttamáli og margar fleygar.

Ég sel þetta ekki dýrar en ég keypti enda hlusta ég ekki oft á íþróttalýsingar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.8.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Æ, ég var auðvitað búin að heyra þetta svona. Enskan gerir okkur meiri skráveifu kannski í orðaforða. Og stundum hef ég áhyggjur af því að ég sé sjálf byrjuð að rugla orðtökum - þá er nú fokið í flest skjól, hehe.

Berglind Steinsdóttir, 29.8.2008 kl. 17:47

3 identicon

Þetta er svo þörf umræða. Ég sting upp á að við búum til ofurmennismálfræðing (já, dúkku í Barbístærð), t.d. einn Björn Guðfinnsson með skikkju og grímu. Hann upprætir málvillur og ambögur og skammar óvini íslenskunnar. Þessu væri hægt að fylgja eftir með teiknimyndum og jafnvel leiknum myndum í framtíðinni.

En hvað myndi málfræðiofurmennið heita?  Tillögur vel þegnar!

Laufey (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Málfræðiálfurinn?

Berglind Steinsdóttir, 31.8.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband