Eindreginn brotavilji blaðamanns

Sem blaða- og bókalesandi til margra ára er ég sossum orðin ýmsu vön. Mér finnst stóra Kríuness-málið sneiða hjá stóru máli sem er hvort eitthvað gagnlegt hafi gerst á fundi nefndarinnar. En við lesendur nærumst á þessu smáa og blaðamenn leggja sig í líma við að hlúa að hnýsninni í okkur.

Ég leit inn á dv.is áðan og las þar ómerkilega frétt um kú. Kýrin hafði fest hausinn í tromlu og gat ekki losað hann. Móðurmálshjartanu í mér blæddi hins vegar yfir beygingunni á nafnorðinu kýr. Mér finnst þetta eins og að segja: Hana festi hausinn á sér. Já, þess vegna: Svein klæddi sig. Guðrúnu borgaði á kassanum.

Menn misstíga sig í sífellu, ég líka, en í þessari grein meira en vottar fyrir brotavilja.

Hvaða kúnni er t.d. í umræðunni ...?

Gangandi vegfarandi kom auga á kúnna þar sem hún var orðin mjög pirruð og reyndi að losa sig við járnhlunkinn sem var fastur á höfði hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband