Er Sveitabrúðkaup virkilega á ensku?

Maður spyr sig þegar maður flettir miðasölunni upp á vefnum. Og heitir myndin Sveita Brúðkaup? Er verið að fæla mig frá því að fara í bíó?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

aaaaaaaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrggggggggggg! Ég fer heldur ekki! hnuss!

Ásgerður (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 08:29

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er pottþétt EKKI aðstandendum myndarinnar að kenna og ósanngjarnt að refsa þeim fyrir það.

Myndin er góð og ég hvet ykkur til að fara og hlæja! Kaupa bara miðana annars staðar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég veit það mætavel enda þekki ég náinn aðstandanda Valdísar (systur hennar) og trúi þessu ekki upp á Valdísi eða myndina. Hins vegar fer svona í taugarnar á mér þótt ég láti það ekki alveg fæla mig frá því að sjá myndina. En af hverju slítur midi.is nafnið í sundur og segir myndina á ensku? Heitir sá starfsmaður e.t.v. Ingi Björg eða Sig Hvatur?

Garg.

Berglind Steinsdóttir, 2.9.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, ég skil svo vel pirringinn yfir þessu. Ég er haldin honum líka og læt fara óstjórnlega í taugarnar á mér þessa endalausu nauðgun á íslenskri tungu.

Það er sárt að sjá það sem manni þykir vænt um troðið í svaðið. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband