Reynsluboltinn atarna

Geysir í Haukadal hefur verið á milli tannanna á fólki og er það vel. Ari Arnórsson og fleiri voru þar á ferðinni í gær til að sinna lágmarksgirðingu sem enginn hefur viljað taka að sér. Ég er svo reynslulaus að ég hef bara varað fólk við og síðan gengið um, spjallað við fólk, bandað því frá þegar það hefur ætlað að gera sér um of dælt við Geysi sjálfan og vissulega fengið mér svo kjötbollur og kaffi. Enda stríðir í gegnum svæðið stærri straumur en mér getur auðnast að stjórna í réttan farveg. [Ofstuðlun?]

Ari sendir Ferðamálastofu langt nef og hún á það allt skilið og ríflega það.

Svo vitnar Stefán Helgi, ritstjóri vefsins, í reynslubolta sem vandar um við okkur leiðsögumenn og segir

of algengt að leiðsögumenn hugsi meira um að fá sér kaffi eða aðra hressingu í stað þess að passa hópinn sinn.

*andvarp*

Á nú að leggja okkur á gapastokkinn fyrir að geta ekki haft vit fyrir öllum? Þótt ég sé sjálfsagt reynslulaus miðað við reynsluboltann sem vill ekki segja til sín er ég þó svo reynd að ég ætla mér ekki þá dul að forða öllum frá einhverri glötun. Þó er ég á þeirri skoðun að leiðsögumenn eigi skilyrðislaust að leiðbeina gestum sínum um svæðið, benda á hætturnar og vitaskuld að reka þá - þess vegna með harðri hendi ef þeir skilja ekki annað - frá hættulegum stöðum. Það hef ég líka séð rútubílstjóra gera. En ekki ætlast til þess að við getum alltaf verið til staðar.

Og svo er gaman að sjá að Stefán hefur fengið lánaða mynd hjá mér, hehe, mynd sem ég stal frá öðrum því að ég var ekki á staðnum OG HORFÐI EKKI UPP Á FÓLK GAPA OFAN Í KRAUMANDI HVERINN.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband